Í Traustum höndum
Um okkur
Trausti Thorberg heiti ég og er menntaður heilsunuddari. Ég hef starfað við það fag í meira en áratug er því með mikla reynslu. Undanfarin ár hef ég rekið Nuddstofu Trausta Thorbergs meố góðum árangri. Sá árangur er fyrst og fremst ánægðum viðskiptavinum að þakka sem hafa haft trú á mér og minum störfum. Ég skilgreini mig sem fjölhæfan nuddara og leitast ég við að aðstoða fólk af fagmennsku. Aðferðir mínar eru einstaklingsmiðaðar. Ég hef unnið á mörgum og fjölbreyttum stöðum og hef einnig sótt fjöldann allan af námskeiðum, allt dýpkar þetta mína þekkingu og hjálpar mér að ná betri árangri. Ég hef mikla ástríðu fyrir starfinu og legg mikinn metnað að gera mitt besta. Nú nýverið sameinaði ég Kor fyrirtækjanudd þjónustu og Nuddstofu Trausta Thorbergs og heitir það Í Traustum Höndum.
Að mér persónulega.
Ég er buinn að vera giftur í 16 ár og eigum við saman eina einkadóttur sem er 17 ára. Við búum saman fjölskyldan á Álftanesi (Garðabæ ) og höfum gert það í 13 að verða 14 ár. Er mikill áhugamaður íþrótta af öllum gerðum þó mest mikill Liverpool maður. Er fróðleiksfús og er alltaf að bæta mig á öllum sviðum því stöðnun er ekki eitthvað sem ég tileinka mér einnig finnst mér hrikalega gaman að ferðast. Ég er opinn og einlægur i samskiptum. Reyni ávallt að setja mig spor annara en það hefur hjalpað mér að vaxa sem persóna.
Vertu hjartanlega velkominn
Mbk Trausti Thorberg
eigandi
Í Traustum Höndum.
Þjónusta
Heilsunudd
Lengd: 90 mínútur – Verð: 19.800 kr.
Lengd: 70 mínútur – Verð: 16.800 kr.
Lengd: 45 mínútur – Verð: 11.800 kr.
Gjafabréf
Gjafabréf 90 mínútna nudd að eigin vali. Verð: 19.800 kr.
Gjafabréf 70 mínútna nudd að eigin vali. Verð: 16.800 kr.
Gjafabréf 45 mínútna nudd að eigin vali. Verð 11.800 kr.
Meðgöngunudd
Lengd: 60 mínútur – Verð: 13.800 kr.
Önnur þjónusta
Fyrirtækjanudd
Fyrirspurnir á [email protected] verð fer eftir stærð verkefnis, tíma fjölda og fleira.