Námskeið

Um okkur

Við í sigma viljum geta boðið upp á margskonar námskeið sem öll hjálpa ykkur að bæta heilsuna og ykkar líðan. Í dag erum við með styrktarþjálfun í gangi fyrir konur og einnig með meðgönguhóp þar sem bæði ólettar og nýbakaðar mæður fá aðstoð við að hreyfa sig á sem bestan hátt til að annað hvort undirbúa góða meðgöngu og fæðingu eða til þess að ná upp fyrri styrk og jafna sig með aðstoð þjálfara þar sem allir fara á sínum hraða. Við erum spennt að bæta í hóp námskeiðana sem hægt verður að sækja hjá Sigma heilsu, allt frá æfingahópum með mismunandi áherslum og aldurshópum út í yoga og rólegheit. Af sjálfsögðu eru námskeiðin fyrir öll kyn og hlökkum við til að auka við í námskeiðin.

Karitas er þjálfarinn okkar í Sigma og er menntuð einkaþjálfari frá íþróttaakademíu keilis, hún hefur þjálfað víðsvegar á þjálfaraferlinum og hefur mikla ástríðu fyrir heilbrigðum lífstíl.
Allar upplýsingar veitir Karítas í tölvupósti, [email protected]

Þjónusta

Hópþjálfun

Hjá Sigma heilsa er hópþjálfun 3x í viku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. 8 manns í hóp þar sem unnið er bæði með styrk og þol. Lagt er upp úr fjölbreytni og markmiðasetningu hvað varðar heilbrigðan lífstíl.

Lengd: 45 mínútur

Einkaþjálfun

Er fagleg þjálfun undir leiðsögn þjálfara 2-3x í viku og eftirfylgni þjálfunar hvað varðar næringu og heilbrigðan lífstíl. Einkaþjálfun hjá Sigma er sniðin að sérþörfum og óskum einstaklinga eftir því hvað hver og einn vill fá út úr sinni þjálfun.

Lengd: 55 mínútur

Mömmu- og meðgönguþjálfun

Fjölbreytt þjálfun fyrir nýbakaðar mæður og verðandi mæður. Styrktar og þol æfingar sem henta bæði þeim sem eru að koma sér rólega af stað og sem vilja meiri ákefð. Vinnum að því að styrkja okkur og huga að almennri líðan.

Lengd: 45 mínútur

Bóka tíma

Vinsamlegast sendið póst á [email protected] til að bóka tíma bæði í námskeið og þjálfun

Sigma Heilsa

Urriðaholtsstræti 22
210 Garðabær

Hafa samband

[email protected]

Fylgdu okkur