Diljá Osteópati
Um mig
Ég heiti Diljá og er fjórða árs osteópatanemi. Síðustu þrjú ár hef ég verið búsett í Gautaborg þar sem ég hef stundað nám við osteópatíu. Ég flutti aftur til Íslands í haust og mun klára fjórða og síðasta árið hér. Síðustu þrjá mánuði hef ég unnið sem osteópatanemi á osteópatastofu, ásamt því hef ég verið að meðhöndla meistaraflokk kvenna í körfubolta hjá Fjölni. Heilsa og mannslíkaminn hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá mér og með árunum hefur þessi áhugi aðeins aukist. Ég var í fimleikum þegar ég var yngri og hef ásamt því starfað sem fimleikaþjálfari í 8 ár. Áhuginn minn á osteópatíu kviknaði út frá fimleikameiðslum sem ég lent í þegar ég var 16 ára og upplifun minni á osteópata sem hjálpaði mér að komast í gegnum það. Ég brenn fyrir að hjálpa fólki að líða betur í sínum eigin líkama, leyfðu mér að hjálpa þér!
Bókanir hjá mér eru framkvæmdar í gegnum Noona, hægt er að ýta á Bóka tíma hér að neðan til að komast inn í bókunarferlið.