Styrktarþjálfun Sigma heilsu

Sigma styrktarþjálfun(ýtið fyrir nánari upplýsingar)
Við leggjum mikla áherslu á gæði og góða beitingu við þjálfun á okkar iðkendum, æft er í litlum hópum. Um það bil 7-10 eru í hverjum hóp hjá okkur og er æft 2x-3x í viku eftir því hvernig námskeiðið er sett upp.
Við bjóðum upp á kvennastyrk á morgnana kl 6.15 og 7.15 og er æft á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Við erum einnig með tvo mæðratíma þar sem mæður geta komið og æft með börnin, einnig hafa verið að koma ólettar konur í þessa tíma. Þessir tímar fara einnig fram 3x í viku og eru kl 10.15 og 11.00
Það er svo einn blandaður hópur hjá okkur sem æfir 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum kl 16.15, sá hópur er með öllum kynjum og stefnum við á að auka við þá hópa eftir eftirspurn.
Svo er einn drengja/karlahópur sem æfir hjá okkur 3x í viku á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, þeir æfa kl 17.15
Ef þið hafið áhuga á að bætast í hópinn og verða hluti af Sigma æfingahópunum þá er best að hafa samband við [email protected]
Þjálfarar Sigma heilsu
Karitas Óskarsdóttir er okkar aðalþjálfari í Sigma heilsu, hún er menntaður ÍAK einkaþjálfari og auk þess hefur hún komið víða á þjálfaraferlinum og er hún því með mikla reynslu á þessu sviði . Hún er ótrúlega kröftug og drífandi og á sama tíma góð í að leiðbeina okkar skjólstæðingum svo beiting og gæði æfingana nái algjöru hámarki á öllum sviðum. Karitas þjálfar alla hópana hjá Sigma heilsu nema stráka hópinn. Ef þú vilt forvitnast með þjálfun eða jafnvel mæla þér mót við Karitas til að fá að forvitnast með þjálfun og jafnvel sjá æfingasalinn þá er best að senda henni tölvupóst á [email protected]
Unnar Már Unnarsson er hinn þjálfarinn í Sigma heilsu og er einnig með þjálfaramenntun á bakinu, hann er löggiltur osteópati að mennt og vinnur sem slíkur hjá okkur í Sigma heilsu í bland við að þjálfa drengjahópinn okkar. Unnar hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og líkamanum og finnst honum ótrúlega skemmtilegt að sjá fólk bæta sig bæði í styrk og liðleika. Ef þú vilt hafa samband við Unnar þá er best að senda tölvupóst á [email protected]