Dáleiðsla & Yoga
Um okkur
Guðbjörg er hjúkrunarfræðingur að mennt hefur unnið á krabbameinsdeild og geðdeild LSH og Heilsugæslu. Hefur alltaf haft mikinn áhuga á andlegri líðan fólks og hvað hægt er að gera til að bæta andlega líðan. Hún fór í nám hjá Milton H. Erickson foundation Phoenix Arezona og lærði dáleiðslu sem meðferðarform. Dáleiðslumeðferð er nátengd hjúkrun því hún vinnur að því að ná fram vellíðan fólks.
Guðbjörg er með einstaklingsviðtöl þar sem slökun og dáleiðsla er notuð í meðferð vegna: áfalla, kvíða, úrvinnslu sorgar, streitu, svefnavanda og eflingu sjálfstrausts. Unnið er útfrá aðferðum og hugmyndum Milton H. Erickson
Þjónusta
Viðtal & dáleiðsla
Í fyrsta viðtali er unnið að því að finna hver vandinn er og unnið út frá þeim hlutum sem viðkomandi vill vinna með í hvert sinn Allir tímar samanstanda af viðtali og dáleiðslu.
Lengd: 60 mínútur
Verð: 14.000 kr.
Endurkoma
Meðferð haldið áfram eftir því hvað fyrsti tími lieddi í ljós og eftir óskum skjólstæðings.
Lengd: 60 mínútur
Verð: 9.000 kr.
Yoga Nidra
Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Yoga Nidra meðvituð, djúp slökun eða liggjandi leidd hugleiðsla. Yoga Nidra er mjög öflug, ævaforn hugleiðslu aðferð. Í Yoga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranr hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.
Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í svo mismunandi myndum og svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Yoga Nidra er ein af mörgum aðferðum til heilunar.
Tímar byrja með mjúkum teygjuæfingum í 10 mín áður en farið í djúpslökun.
Námskeið
Lengd: 5 vikur 2x í viku
Verð: 22.500 kr.
Námskeið
Lengd: 5 vikur 1x í viku
Verð: 12.500 kr.
Einstaklings tími
Lengd: 1 klst
Verð: 10.000 kr.