Sigma
Sportlab

Mælanlegur árangur í átt að betri líðan

Sigma Sportlab sérhæfir sig í ástandsmælingum fyrir almenning sem og íþróttafólk. Jón Oddur hefur unnið við ástandsmælingar og þolpróf í yfir 6 ár og hefur unnið í heilsugeiranum í tæp 25 ár. Hjá Sigma Sportlab er markmiðið að vinna með mælanlega upphafspunkta tengda heilsu til að setja sér markmið að árangri, og unnið er að þeim innan þess tímaramma sem einstaklingurinn ákveður.

Þjónusta

Grunnbrennslu-mæling

Mæling á grunnefnaskiptum líkamans, resting metabolic rate, þar sem mæld er einstaklingsmiðuð grunnorkuþörf líkamans í stað þess að styðjast við meðaltöl annarar. Hraði efnaskipta mældur, ásamt daglegri kalóríuþörf og skiptingu orku, kolvetna, próteina og fitu.
Innifalið er: Auk grunnbrennslumælingar er, hæðar-, þyngar-, fituprósentumæling auk mælingar á blóðþrýstingi.
Að lokinni mælingu fær viðkomandi skýrslu yfir niðurstöður og farið er yfir niðurstöður mælingarinnar.

Tími: 30 mínútur.
Verð kr.: 22.500

Bóka tíma

Áreynslu- og lungnamæling

Áreynslumæling hefst á lungnamælingu þar sem ástand lungna er skoðað, lungnarýmd og lungnaheilsa skoðuð. Í áreynslumælingu eru orkukerfi líkamans mæld undir stöðugu álagi, auk þess sem endurheimt er skoðuð. Þessi mæling hentar einstaklingum sem eru að taka þá í keppnum til að hámarka næringarinntöku og álagsstjórnun.

Innifalið er: Auk áreynslu- og lungnamælingar er hæðar-, þyngar- og fituprósentumæling auk mælingar á blóðþrýstingi.
Að lokinni mælingu fær viðkomandi skýrslu yfir niðurstöður og farið er yfir niðurstöður mælingarinnar.

Lengd: 60 mínútur
Verð kr.: 29.500

Bóka tíma

Grunnbrennslu og álagspakki

Mæling á grunnefnaskiptum líkamans ásamt hefðbundins álagsprófs og lungnamælingar.
Þessi pakki inniheldur allar þær mælingar sem þú þarft til að hámarka árangur þinn í leið að betri heilsu.

Innifalið er: Hæðar-, þyngar- og fituprósentumæling auk mæling á blóðþrýstingi.

Að lokinni mælingu fær viðkomandi skýrslu yfir niðurstöður og farið er yfir niðurstöður mælingarinnar.

Lengd: 60 mínútur
Verð kr.  49.500
Fullt verð kr. 52.000

Bóka tíma

Álagspróf og lungnamæling

Álagspróf hefst á lungnamælingu þar sem ástand lungna er skoðað, lungnarýmd og lungnaheilsa skoðuð. Álagsprófið er ýmist tekið á innihjóli eða hlaupabretti hvort hentar viðkomandi betur, en í því eru skoðaðir og fundnir mjólkursýruþröskuldar, hámarks fitubrennsluálag, æfingasvæði (Zones), nýting lungna á æfingum, hámarkssúrefnisupptaka svo fátt eitt sé nefnt.
Innifalið er: Auk álagsprófss og lungnamælingar er hæðar-, þyngar- og fituprósentumæling auk mælingar á blóðþrýstingi.
Að lokinni mælingu fær viðkomandi skýrslu yfir niðurstöður og farið er yfir niðurstöður mælingarinnar.

Lengd: 45 mínútur
Verð kr.: 29.500

Bóka tíma

Álagspróf og lungnamæling – utandyra

Álagspróf hefst á lungnamælingu þar sem ástand lungna er skoðað, lungnarýmd og lungnaheilsa skoðuð. Álagsprófið er tekið við þær aðstæður sem viðkomandi óskar, hvort sem það er hjól, hlaup, utanvega eða við aðra íþróttaiðkunn. Hægt er að skoða og bera saman gögn eins og hraða, skreftíðni, hjólatíðnið, vött bæði á hjóli, hlaupi eða skíðum, hjartsláttur, HRV, VO2, VCO2, VT, SMO2, THB, auk fleiri gilda og fundnir mjólkursýruþröskuldar, hámarks fitubrennsluálag, æfingasvæði (Zones), nýting lungna á æfingum, hámarkssúrefnisupptaka svo fátt eitt sé nefnt. Þessi mæling er gerð utandyra á því svæði sem hentar viðkomandi til að líkja eftir æfinga eða keppnissvæði til að fá sem nákvæmustu mælingu í raunverulegum aðstæðum.
Að lokinni mælingu fær viðkomandi skýrslu yfir niðurstöður og farið er yfir niðurstöður mælingarinnar.

Lengd: 60 mínútur
Verð kr.: 35.500 

Bóka tíma

Sigma Heilsa

Urriðaholtsstræti 22
210 Garðabær

Hafa samband

[email protected]

Fylgdu okkur